Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Reykjanesfólkvangur 50 ára

Í dag 1. desember á Reykjanesfólkvangur 50 ára afmæli, hann var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975.

Að friðlýsingu hans stóðu mörg sveitarfélög sem sýndu mikla framsýni og skilning á mikilvægi náttúru fyrir fólk. Það að taka frá svona stórt landsvæði með friðlýsingu í þeim tilgangi að fólk hafi aðgang að stórum landslagsheildum til að njóta og sér til heilsubóta er einstakt og frábært framtak.

Enn í dag er fólkvangurinn afar mikilvægur í amstri dagsins. Margir nota hann til að öðlast ró og jafnvægi einnig til að ganga í náttúrunni sem er í dag viðurkennt heilsubætandi, bæði líkamlega og andlega, sem er mjög í takt við lýðheilsumarkmið.

Síðustu áratugi hefur Reykjanesfólkvangur verið mikilvægur vettvangur fyrir innlenda og  alþjóðlega kvikmyndageiran.

Jarðfræði fólkvangsins er mikilfengleg vegna eldvirkni á nútíma og mikils jarðbreytileika vegna flekahreyfinga. Frá landnámi hefur verið byggð á svæðinu og þar eru minjar frá ýmsum tímum.

Aðsókn gesta vegna ferðamennsku, útivistar, skólaferða, hefur aukist stöðugt að vinsælum áfangastöðum í Reykjanesfólkvangi sem býður upp á fjölbreytt viðerni og öræfa upplifun nálægt höfuðborgarsvæðinu. Til hamingju með afmælið Reykjanesfólkvangur!