Svæðisbundnar takmarkanir
Náttúruverndarstofnun veitir ekki heimild til notkunar dróna í afþreyingarskyni á eftirtöldum svæðum vegna verndar lífríkis, upplifunar og kyrrðar.
Ef svæði er ekki talið upp hér að neðan fer leyfiskylda eftir reglum viðkomandi svæðis. Hægt er að kynna sér reglur um drónaflug sem gilda um einstök friðlýst svæði hér á vef Náttúruverndarstofnunar.
- Akurey
- Drangar
- Dyrhólaey
- Geysir
- Gjáin í Þjórsárdal
- Goðafoss
- Gullfoss
- Háifoss og Granni í Þjórsárdal
- Hjálparfoss í Þjórsárdal
- Hornstrandir
- Látrabjarg
- Verndarsvæði Mývatns og Laxár
- Skógafoss
- Skútustaðagígar
- Stórurð
- Ströndin við Stapa og Hellnar
Vegna lífríkisverndar eru ekki veitt leyfi til notkunar dróna í afþreyingarskyni á tímabilinu 1. maí til 15. september á eftirtöldum svæðum. Utan þess tímabils er hægt að sækja um leyfi til Náttúruverndarstofnunar.
- Akurey
- Blikastaðarkró-Leiruvogur
- Dynjandi
- Flatey
- Grótta
- Hólmanes
- Ingólfshöfði
- Lundey
- Snæfellsjökulsþjóðgarður
- Þjórsárver
Vegna lífríkisverndar, öræfakyrrðar og upplifunar veitir Náttúruverndarstofnun ekki leyfi til notkunar dróna í afþreyingarskyni á eftirfarandi svæði á tímabilinu 15. júní til 15. september.
- Friðlandið að Fjallabaki
Reglur um notkun dróna í Vatnajökulsþjóðgarði
Innan Vatnajökulsþjóðgarðs gilda bæði almennar og svæðisbundnar reglur um notkun dróna í afþreyingarskyni. Reglunum er ætlað að stuðla að eftirfarandi markmiðum Vatnajökulsþjóðgarðs:
- Verndun dýralífs
- Öryggi gesta
- Gæðaupplifun gesta
- Mengunarvarnir
