OSPAR-samningurinn er samstarf 15 aðildarríkja í Norðaustur-Atlantshafi, þar á meðal Íslands, sem vinna sameiginlega að því að draga úr mengun, vernda vistkerfi og tegundir og byggja upp heildstætt net verndarsvæða á hafi.
Á fundinum var fjallað um helstu verkefni ársins, stöðu einstakra vinnuþátta og næstu skref í innleiðingu markmiða OSPAR og alþjóðlegra skuldbindinga um vernd hafsins.
Helstu umfjöllunarefni fundarins
• Þróun fyrstu verndaráætlana OSPAR fyrir svæði á hafsvæðum utan þjóðlendu (ABNJ).
• Kynning á nýjum og mun öflugri gagnagrunni verndarsvæða sem kemur út árið 2026 og mun auðvelda aðildarríkjum að skila samræmdum og aðgengilegum gögnum.
• Umræður um innleiðingu virkri svæðisverndar (OECM) í hafi, þar á meðal hvernig slík svæði eru metin, hver ber ábyrgð á stjórnun þeirra og hvernig tryggt er að þau uppfylli alþjóðleg viðmið.
Hlutverk Íslands
Ísland hefur til þessa tilnefnt 14 svæði til OSPAR og síðustu misseri hefur verið unnið að því að efla vernd í hafi, bæði með mögulegum nýjum tilnefningum og með því að greina svæði sem gætu fallið undir OECM.
Þá er í sáttmála ríkisstjórnarinnar m.a. ákvæði um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og efldrar svæðisverndar í hafi.
Hér má finna lokaskýrslu stýrihóps, sem matvælaráðherra skipaði í mars 2023, um verndun hafsins sem kom út í júlí 2024. Þar er hægt að finna ítarlegar upplýsingar um stöðuna og næstu skref varðandi vernd í hafi.
Verndarsvæði í hafi Lokaskýrsla stýrihóps um verndun hafsins
Fundurinn í Edinborg var mikilvægt tækifæri til að deila reynslu, samræma nálgun milli landa og leggja grunn að áframhaldandi vinnu við verndun hafsvæða í Norðaustur-Atlantshafi.
