Náttúruverndarstofnun leitar að öflugum og lausnamiðuðum verkefnisstjóra til að leiða samræmingar- og þróunarverkefni innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Starfið felur í sér víðtækt samstarf við þjóðgarðsverði, svæðisstjórn og aðra hagaðila með það að markmiði að efla starfsemi þjóðgarðsins og tryggja samræmi og gæði í rekstri og náttúruvernd.
Verkefnisstjóri starfar í nánu samstarfi við þjóðgarðsverði á öllum svæðum Vatnajökulsþjóðgarðs og aðra stjórnendur í stofnuninni. Æskilegt er að starfstöð verkefnastjóra sé á einni af meginstarfsstöðvum Vatnajökulsþjóðgarðs sem eru staðsettar á Höfn í Hornafirði, í Skaftafelli, á Kirkjubæjarklaustri, í Mývatnssveit, Ásbyrgi og Fellabæ.
Verkefnisstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs | Ísland.is
