Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Eft­ir­lits- og rann­sókn­ar­ferð í Eldey

Miðvikudaginn 10. desember, var farið í hina árlegu eftirlits- og rannsóknarferð í Eldey á vegum Náttúruverndarstofnunnar.

Með landverði í för voru vísindamenn frá Náttúrustofu Suðvesturlands og Veðurstofunni og blaðamaður frá Heimildinni. Haldið var áfram með rannsóknir á fuglalífi og plastrusli í eyjunni ásamt því að yfirfara jarðskjálftamæli og myndavél sem þar eru staðsett. Að vanda var sprunga í eyjunni mæld og reyndist hún vera 61,5 cm.

Það var háskýjað og þurrt og strekkings vindur við komu til eyjarinnar en bálhvast þegar farið var til baka og varla stætt.

Nokkrar tildrur voru í eyjunni, hrafn var á flugi yfir henni og töluvert var af máfum og æðarfugl á sjónum í æti.

Að vanda hafði Landhelgisgæslan veg og vanda að fluttningi á þátttakendum til og frá eyjunni og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Eldey var friðlýst árið 1974 og er hún 77 metra há þverhnípt klettaeyja suður af Reykjanesi. Í Eldey er ein stærsta súlubyggð í heiminum og á sumrin er eyjan þakin súlum. Óheimilt er að fara í eyjuna án leyfis Náttúruverndarstofnunar og til verndar fuglalífi er skotveiði bönnuð nær eyjunni en 2 km2.