Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Loftslagsbreytingar

Losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum veldur loftslagsbreytingum og afleiðingar þessara breytinga á jörðinni eru meðal annars þær að jöklar bráðna, yfirborð sjávar hækkar, vistkerfi raskast og öfgar í veðurfari aukast

Losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum veldur loftslagsbreytingum

Hve mikil hnattræn hlýnun af mannavöldum verður, ræðst af þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. IPCC spáir hækkun á hitastigi á bilinu 0,3-4,8°C næstu hundrað árin. Talið er að hlýnað hafi um 0,72°C síðustu hundrað árin (1906-2005) og svo virðist sem hraði hlýnunarinnar hafi aukist á síðustu 20 árum.