Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Lífríki

„Úthafseyjan Ísland kúrir norður við heimskautsbaug víðsfjarri öðrum löndum. Ekki eru nema rétt um 15.000 ár síðan hún var hulin þykkum ísaldarjökli langt í sjó fram. Lífríki á þurrlendi er væntanlega að öllu eða langmestu leyti aðkomið eftir að síðasta kuldaskeiði lauk. Ótal eldgosum og ellefuhundruð ára landnámi manna síðar er það hér enn, laskað en lífvænlegt. Plöntu- og dýrategundir eru að vísu fáar en stofnar margra þeirra stórir og útbreiddir. Hvergi við Norður-Atlantshaf eru stærri laxastofnar eða sjófuglabjörg og sumarlangt dvelja hér nokkrir af stærstu vaðfuglastofnum Evrópu.“


Úr formála Snorra Baldurssonar, Lífríki Íslands, Vistkerfi lands og sjávar.