Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Jöklar

Einn tíundi hluti Íslands er hulinn jöklum. Vegna hlýnunar loftslagsins hopa þeir hratt og sumir hafa horfið á síðasta áratug. Þessi fræðsluvefur er hluti af verkefninu Hörfandi jöklar og hér finnur þú upplýsingar um rannsóknir, fræðin og afleiðingar hörfandi jökla.

Mynd: Snorri Baldursson

Hvað er jökull?

Jökull er samsettur úr ískristöllum, snjó, lofti, vatni og seti. Jökulís er að mestu orðinn til úr snjó og aðeins að litlu leyti við frystingu vatns. Jöklar myndast þar sem meiri snjór fellur yfir árið en bráðnar að jafnaði að sumrinu. Snjóalögin hlaðast hvert ofan á annað og með auknu fargi þjappast snjórinn saman og umbreytist fyrst í hjarn og síðar ís. Þessi atburðarás verður ásafnsvæðijöklanna en þegar jökullinn fergist undir eigin þunga tekur hann að hníga eins og seigfljótandi vökvi eða deig undan halla. Þannig skríður jökullinn niður fjallshlíðar og dali í átt aðleysingarsvæðinu og bráðnar með hækkandi lofthita eftir því sem neðar dregur.

Hörfandi jöklar

Viltu vita meira um jökla og loftslagsbreytingar?

Hörfandi jöklar er fræðsluvefur sem er hluti af samvinnuverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs og Veðurstofu Íslands, fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, og unnið í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Jöklahóp Jarðvísindastofnunar Háskólans.