16.11.2025 Stefnumót við landvörð - Stekkjahraun
Þér er boðið á stefnumót við landvörð í fólkvanginum Stekkjahrauni í Hafnarfirði kl. 11.00 sunnudaginn 16. nóvember. Hist verður við Setbergsskóla (sjá kort). Gangan mun taka um klukkutíma.
Á degi íslenskrar tungu skoðum við Íslenskuna sem er full af orðum sem tengjast náttúrunni eins og hraunbreiða, lækur, músarindill, kattartunga og hjarn !
Á þessu stefnumóti er rölt um svæðið og náttúran skoðuð í gegnum íslenska tungu.
Öll velkomin og munum að klæða okkur eftir veðri og vera vel skóuð!
